Sérfræðingar í jarðvegsframkvæmdum

Þekking - þjónusta - ráðgjöf

Við höfum um árabil verið  leiðandi í yfirborðsfrágangi og margs konar jarðvegsframkvæmdum.

Rekan er stofnuð 1971

Og hefur starfað síðan við jarðvinnuframkvæmdir og verktöku.  Í heildina má segja að helstu verkefni fyrirtækisins hafi verið við vinnu í jarðvegsskipti, jarðlagnir og yfirborðsfrágang auk umfangsmikils snjómoksturs.  Hjá fyrirtækinu eru starfsmenn með mikla reynslu af jarðvegsframkvæmdum og snjómokstri og hafa flestir þeirra starfað hjá fyrirtækinu í mörg ár.


Við höfum lagt metnað okkar í að viðhalda traustum samskiptum við okkar viðskiptavini.  Rekan  hefur byggt það upp með því að bjóða vönduð vinnubrögð, faglega þjónustu, lipur og góð samskipti auk hagstæðs verðs.  Á þessum grunni hafa traust viðskiptasambönd okkar varað í áratugi.


Við erum sveigjanlegt fyrirtæki að meðalstærð, starfsmenn hafa verið frá 4 og uppí 25, vegna stærðar og uppsetningar fyrirtækisins á Rekan auðvelt með að aðlaga sig að aðstæðum hverju sinni og veita góða þjónustu um leið.

Lykilstarfsmenn og verkstjórar

Magnús R. Eiríksson framkvæmdastjóri

Magnús hefur starfað hjá Rekunni svo að segja frá stofnun fyrirtækisins.  Hann hefur þar af leiðandi mikla reynslu af jarðvinnuframkvæmdum.  Magnús er viðskiptafræðingur að mennt.  Hann er gæðastjóri fyrirtækisins og ábyrgur gagnvart verkkaupa.


GSM 660 2488

Jón H. Eiríksson verkstjóri

Jón hefur eins og aðrir stjórnendur fyrirtækisins mikla reynslu í jarðvegsframkvæmdum og hefur starfað hjá Rekunni síðan 1981.  Hann hefur starfað sem verkstjóri undanfarin ár og hefur m.a. sótt námskeið fyrir verkstjóra frá iðntæknistofnun og hefur einnig útskrifast sem jarðlagnatæknir frá Miðstöð símenntunar.  Jón er verkstjóri og staðarstjóri og fylgir eftir daglegum rekstri verkefna, hann er einnig öryggisstjóri fyrirtækisins.


GSM 660 2480

Rekan hefur sinnt ýmiskonar verkefnum, þar á meðal jarðvegskipti undir hús, vegi, plön o.fl. og ýmiskonar jarðlagnir þar með talið ljósleiðari, raflagnir, niðursetning á ljósastaurum o.fl.

Rekan hefur áralanga reynslu í yfirborðfrágangi. Árið 2006-2008 lögðum við ca. 12 km af hellulögðum og malbikuðum göngustígum fyrir bæjarfélög á Reykjanesi og lögðum tugi þúsunda fermetra af grasi. Rekan var leiðandi í að nota torfklemmur til að leggja út gras á svæðinu.

Rekan hefur frá 1972 sinnt snjómokstri. Aðallega höfum við sinnt Keflavíkurflugvelli og flugstöð Leifs Eirikssonar. Helstu viðskiptavinir voru og eru, Reykjanesbær, Flugmálastjórn, Kef Airport, Its og núna síðast Isavia til 2017. Í dag þjónustum við ýmis fyrirtæki í Reykjanesbæ. Rekan hefur ýmis tæki til að salta og moka snjó..

Okkar þjónusta

Hér til hliðar getur þú kynnt þér okkar þjónustu, til frekari upplýsinga hafðu þá samband símleiðis eða með tölvupósti.

Hér má sjá hluta af okkar fyrri verkum

   Sendu okkur línu, við svörum eins fljótt og kostur er